Við setjum veisluna saman nákvæmlega eftir þínum óskum en veitingarnar okkar hafa kitlað ófáa bragðlauka. Við mætum öllum tilefnum með réttri tegund af veitingum, búnaði, þjónustu og framsetningu. Fyrirtækjaveislur, brúðkaup, afmæli, móttökur eða veislur í heimahúsum. Þetta eru bara nokkur dæmi um þær tegundir af veislum sem við sérhæfum okkur í.
Við setjum saman matseðil eftir þínum óskum og bjóðum fjölbreytta valkosti:
3+ rétta matseðlar
með sérvöldum réttum.
Hlaðborð með vönduðum réttum fyrir fjölbreyttan hóp gesta.
Kokteilboð með ljúffengum smáréttum og fallegri framsetningu.
Léttari veitingar fyrir móttökur, árshátíðir eða ráðstefnur.
Við leggjum áherslu á
hágæða hráefni, framúrskarandi þjónustu og smekklega framsetningu, þannig að veitingarnar verði jafn mikil upplifun og viðburðurinn sjálfur.